Hjólreiðastígur til vansa

Reykjavíkurborg hóf í gær framkvæmdir á nýjum hjólreiðastíg á Hverfisgötunni. Stígurinn kemur í stað bílastæða í götunni og verður þar að minnsta kosti í rúman mánuð. Íbúar og verslunareigendur á Hverfisgötunni fengu bréf varðandi málið við upphaf vikunnar og eru ósáttir.

Sigurð Þór Sigurðsson, eigandi verslunarinnar 2001 og James Fletcher hjólaviðgerðarmaður í götunni, óttast báðir að viðskipti muni minnka í kjölfar þessa. Guðjón Pétursson, íbúi í götunni, segir framkvæmdina til marks um skilningarleysi í garð nágrennisins.

Bæði Sigurður og Guðjón benda á að æskilegra hefði verið að hafa hjólreiðastíginn hinu megin í götunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag