Meistarar í andspyrnu

Griðungar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Kórnum í Kópavogi í dag.
Griðungar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Kórnum í Kópavogi í dag. mbl.is/Kristinn

Griðungar sigruðu á fyrsta Íslandsmótinu í andspyrnu. Sigruðu þeir Gammana í hreinum úrslitaleik sem fram fór í dag.

Andspyrna er íslenska heitið á ástralskri knattspyrnu sem er ný íþrótt hér á landi. Leikurinn er einhvers staðar á milli hefðbundinnar knattspyrnu og ruðnings. Gengur leikurinn út á það að skora mörk en til þess þurfa leikmenn að yfirstíga meiri hindranir en í knattspyrnu. 

Um fimmtíu stunda íþróttina hér á landi og kjarninn er í þremur liðum, að sögn Friðgeirs Torfa Ásgeirssonar, fyrirliða Gammanna og landsliðsins. 

Gammarnir höfðu forystu í Fosters-mótinu en Griðungar náðu þeim að stigum með sigrinum í dag en markatalan var Griðungum hagstæðari. Þeir hömpuðu því Íslandsbikarnum.

Þótt íþróttin hafi ekki verið leikin hér nema í rúmt ár hefur landslið tekið þátt í Evrópumóti og Evrópubikarkeppni og farið verður á heimsmeistaramót til heimalands íþróttarinnar á næsta ári.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Miðvikudaginn 25. desember

Þriðjudaginn 24. desember