Segjast ekki njósna um Norðmenn

Bandaríkjamenn segja að aðeins sé um eðlilegt öryggiseftirlit að ræða, …
Bandaríkjamenn segja að aðeins sé um eðlilegt öryggiseftirlit að ræða, ekki leynilegar njósnir. mbl.is/Júlíus

Banda­ríkja­menn hafa nú svarað Norðmönn­um og ásök­un­um sjón­varps­stöðvar­inn­ar Tv2 um að banda­ríska sendi­ráðið í Osló hafi haft leyni­legt eft­ir­lit með hundruðum Norðmanna síðustu ár. Segja Banda­ríkja­menn frétta­flutn­ing­inn rang­an og að eft­ir­lit­inu hafi ekki verið beint gegn Nor­egi eða Norðmönn­um.

„Okk­ur þykir miður að rang­ur frétta­flutn­ing­ur um ör­ygg­is­áætl­un ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins hafi valdið slík­um áhyggj­um og óróa meðal vina okk­ar," seg­ir í op­in­berri yf­ir­lýs­ingu frá banda­ríska sendi­ráðinu, sem Af­ten­posten grein­ir frá.  Sendi­ráðið seg­ir að hin svo­kallaða eft­ir­lits­sveit (Sur­veill­ance Detecti­on Unit) sé ekki leyni­leg né snú­ist hún um njósn­ir, held­ur hafi henni verið komið á í kjöl­far árás­anna á sendi­ráðin í Naíróbí og Dar es Sala­am árið 1998, með því mark­miði að gæta að ör­yggi sendi­ráða.

„SDU er ekki beint gegn gest­gjöf­um okk­ar eða borg­ur­um lands­ins. Henni er aðeins ætlað að greina grun­sam­legt at­ferli í ná­grenni sendi­ráðsins," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. Þar er einnig ít­rekað að Norðmenn séu nán­ir vin­ir og banda­menn Banda­ríkj­anna og að Banda­ríkja­menn í land­inu fylgi norsk­um lög­um í hví­vetna. Óvíst er hvort yf­ir­lýs­ing sendi­ráðsins hef­ur áhrif á lög­reglu­rann­sókn, sem sett var af stað vegna ásak­ana norsku sjón­varps­stöðvar­inn­ar. Sömu ásak­an­ir komu í kjöl­farið fram í Dan­mörku. Danska dóms­málaráðuneytið hef­ur ekki viljað tjá sig um hvort fót­ur sé fyr­ir þeim. 

Ut­an­rík­is­ráðuneytið á Íslandi sagði í gær að kannað yrði hvort banda­ríska sendi­ráðið á Íslandi hafi haft sam­bæri­legt eft­ir­lit með ís­lensk­um þegn­um og þá hvort það hafi verið gert í sam­ráði við ís­lensk stjórn­völd. Laura Gritz, talsmaður banda­ríska sendi­ráðsins á Íslandi, sagði í yf­ir­lýs­ingu í gær að banda­rísk yf­ir­völd veiti ekki ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um hvernig staðið sé að ör­ygg­is­mál­um.

Gritz seg­ir að banda­rísk yf­ir­völd geri allt sem í þeirra valdi standi, þá í sam­starfi við inn­lend yf­ir­völd, til að verja starfs­stöðvarn­ar og starfs­menn, bæði Banda­ríkja- og heima­menn.

mbl.is

Erlent — Fleiri fréttir

Í gær

Fimmtudaginn 27. mars

Miðvikudaginn 26. mars

Þriðjudaginn 25. mars