Fjárhagsafkoma öryrkja á Íslandi lakari en í öðrum OECD-ríkjum

Stefán Ólafsson
Stefán Ólafsson mbl.is

Stefán Ólafs­son pró­fess­or við Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands kynnti skýrslu sem hann hef­ur unnið um ör­orku og vel­ferð á Íslandi á morg­un­verðar­fundi á veg­um Öryrkja­banda­lags Íslands.

Mark­miðið með rann­sókn­inni er að gera grein fyr­ir um­fangi, ein­kenn­um og þróun ör­orku á Íslandi og að fá sam­an­b­urð við önn­ur lönd. Skýrsl­an er ákaf­lega yf­ir­grips­mik­il og lýs­ir því hvernig þjóðir sinna þess­um mála­flokki á mis­jafna vegu.

Skatt­stof­an vann út­tekt á kjara­stöðu ör­yrkja fyr­ir skýrsl­una. Í skýrsl­unni er jafn­framt fræðileg út­tekt á fötl­un og ör­orku og hvernig vel­ferðarríkið skil­grein­ir ör­orku.

Stærsti hóp­ur ör­yrkja í hinum vest­ræna heimi eru þeir sem hafa veikst eða slasast og eru á starfs­aldri, þeir sem eru ör­yrkj­ar vegna meðfæddr­ar fötl­un­ar eru yf­ir­leitt inn­an við 10% ör­yrkja. Stefán seg­ir að ör­yrkj­ar séu sér­stak­lega ögr­andi verk­efni fyr­ir vel­ferðarríki nú­tím­ans og próf­steinn á gæði og umb­urðalyndi sam­fé­lags­ins.

Sam­kvæmt skýrsl­unni fór grunn­líf­eyr­ir og tekju­trygg­ing Trygg­inga­stofn­un­ar Rík­is­ins úr um 75% af lág­marks­laun­um verka­fólks árið 1995 í um 62% af sama viðmiði árið 2004.

At­vinnuþátt­taka ör­yrkja hef­ur minnkað úr 42% í 38,5% á Íslandi þegar hún hef­ur auk­ist í ná­granna­lönd­un­um.

Íslensk­ir ör­yrkj­ar voru að jafnaði með 65% af heild­ar­tekj­um skatt­fram­telj­enda á aldr­in­um 25 – 64 ára. Íslend­ing­ar eru neðarlega í tekju­stiga ör­yrkja í OECD ríkj­un­um þar sem tekj­ur ör­yrkja voru að jafnaði um 78% af meðal­tekj­um þeirra sem ekki eru ör­yrkj­ar. Ísland stend­ur nærri Banda­ríkj­un­um og Portúgal í þessu til­viki.

Þegar bor­inn er sam­an ár­ang­ur OECD-ríkj­anna í að veita ör­yrkj­um viðun­andi fjár­hagsaf­komu og sam­fé­lagsþátt­töku­úr­ræði er út­kom­an lök á Íslandi. Þar er Ísland á svipuðu róli og þjóðir eins og Spánn, Portúgal og Banda­rík­in eða vel und­ir meðaltali OECD-ríkja. Grann­rík­in á hinum Norður­lönd­un­um og sum­ar þjóðirn­ar á meg­in­landi Evr­ópu standa mun bet­ur.

Í skýrsl­unni seg­ir einnig að það sé sterkt sam­band milli at­vinnu­leys­is í þjóðfé­lag­inu og fjölg­un ör­yrkja, þær sveifl­ur eru nán­ast al­veg sam­stíga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert