Íslendingar langt á eftir nágrannaþjóðunum í málefnum fatlaðra

Stefán Ólafsson birti í dag skýrslu um Örorku og velferð …
Stefán Ólafsson birti í dag skýrslu um Örorku og velferð á Íslandi. mbl.is

Samkvæmt skýrslu Stefáns Ólafssonar um örorku og velferð á Íslandi sem birt var í morgun er Ísland langt á eftir í þjónustu sinni við öryrkja ef miðað er við hin Norðurlöndin.

Í skýrslunni segir meðal annars að hér vanti sérstök lög um endurhæfingu fatlaðra og að sérstaklega sé mikil þörf á að stórauka starfsendurhæfingu hér á landi, því mun færri taka þátt í slíku starfi hér en á hinum Norðurlöndunum.

Munurinn er margfaldur, í könnun sem gerð var árið 2003 kom í ljós að í Danmörku voru 19,2% fatlaðra í starfsendurhæfingu í Finnlandi voru það 22,3%, í Svíþjóð 10,4 og í Noregi voru það 39%. Hér á Íslandi voru það ekki nema 4,4% fatlaðra sem voru í starfsendurhæfingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert