Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ökumann strætisvagns í 80 þúsund króna sekt fyrir gáleysislegan akstur en talið var sannað að vagninum hefði verið ekið gegn rauðu ljósi og of hratt miðað við aðstæður. Strætisvagninn lenti í kjölfarið í árekstri við fólksbíl með þeim afleiðingum að farþegi í fólksbílnum slasaðist og segir í dómi héraðsdóms að áreksturinn megi að mestu rekja til gáleysislegs aksturs vagnstjórans.
Ákæruvaldið krafðist þess að vagnstjórinn yrði sviptur ökuréttindum. Héraðsdómur taldi ekki að brot vagnstjórans félli undir hugtakið mjög vítaverðan akstur, sem er forsenda ökuleyfissviptingar og var hann því sýknaður af þessari kröfu.