PlayStation 2 selst grimmt í Evrópu

PlayStation 2 frá Sony er vinsæl leikjatölva.
PlayStation 2 frá Sony er vinsæl leikjatölva. AP

Sony Compu­ter Entertain­ment, sem er ein­ing inn­an Sony í Jap­an, kveðst hafa selt 10 millj­ón­ir ein­taka af PlayStati­on 2-leikja­tölv­unni í Evr­ópu og býst við að geta selt tæp­lega 13 millj­ón­ir fyr­ir lok árs­ins 2002. Upp­haf­lega hafði fyr­ir­tækið gert ráð fyr­ir að selja 14 millj­ón­ir ein­taka fyr­ir mars árið 2003.

Vin­sæl­asti leik­ur­inn fyr­ir PlayStati­on 2 er GTA Vice City, sem hef­ur selst í fjór­um millj­ón­um ein­taka frá því að hann kom á markað í síðasta mánuði.

Á sama tíma hef­ur Nin­t­endo selt 2,5 millj­ón­ir ein­taka af GameCu­be-leikja­tölv­unni í Evr­ópu, en vél­in kom á markað í upp­hafi árs. Microsoft, sem fram­leiðir Xbox, ger­ir sér von­ir um að ná því að selja 1,5 millj­ón­ir ein­taka í álf­unni fyr­ir lok árs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert