PlayStation 2 selst grimmt í Evrópu

PlayStation 2 frá Sony er vinsæl leikjatölva.
PlayStation 2 frá Sony er vinsæl leikjatölva. AP

Sony Computer Entertainment, sem er eining innan Sony í Japan, kveðst hafa selt 10 milljónir eintaka af PlayStation 2-leikjatölvunni í Evrópu og býst við að geta selt tæplega 13 milljónir fyrir lok ársins 2002. Upphaflega hafði fyrirtækið gert ráð fyrir að selja 14 milljónir eintaka fyrir mars árið 2003.

Vinsælasti leikurinn fyrir PlayStation 2 er GTA Vice City, sem hefur selst í fjórum milljónum eintaka frá því að hann kom á markað í síðasta mánuði.

Á sama tíma hefur Nintendo selt 2,5 milljónir eintaka af GameCube-leikjatölvunni í Evrópu, en vélin kom á markað í upphafi árs. Microsoft, sem framleiðir Xbox, gerir sér vonir um að ná því að selja 1,5 milljónir eintaka í álfunni fyrir lok ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert