Rúman sólarhring í biðröð eftir miða á Hringadróttinssögu

Það er ljóst að J.R. Tolkien, höfundur Hringadróttinssögu, á sér …
Það er ljóst að J.R. Tolkien, höfundur Hringadróttinssögu, á sér dygga aðdáendur hér á landi. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Um fimm­tíu manns bíða í röð fyr­ir utan versl­un­ina Nex­us á Hverf­is­götu í Reykja­vík eft­ir því að kaupa miða á for­sýn­ingu kvik­mynd­ar eft­ir ann­arri bók­inni um Hringa­drótt­ins­sögu, Lord of the Rings: the Two Towers. Sum­ir hafa beðið frá því klukk­an ell­efu í gær­morg­un en miðasal­an hefst ekki fyrr en klukk­an fimm í dag.

Sýn­ing­in verður svo fimmtu­dag­inn 12. des kl. 20:00 í Laug­ar­ás­bíói og er þetta fyrsta sýn­ing fyr­ir al­menn­ing á mynd­inni. Miðaverðið er 2.500 krón­ur og má hver og einn ekki kaupa fleiri en þrjá miða. Innifalið í miðaverði er popp, kók og pítsusneiðar á und­an mynd­inni. Sýn­ing­in sjálf er texta- og hlé­laus.

Selt er í núm­eruð sæti og velja menn sér sæti um leið og þeir kaupa miða. Vænt­an­leg­ir miðakaup­end­ur höfðu það á orði við ljós­mynd­ara Morg­un­blaðsins að þeir hefðu orðið að mæta svona snemma fyr­ir utan Nex­us til að geta tryggt sér besta sætið í kvik­mynda­hús­inu. Fólk hef­ur ofan af sér með ýmsu móti á meðan á biðinni stend­ur. Sum­ir undu sér við lest­ur dag­blaða og bóka, aðrir spiluðu á spil og enn aðrir horfðu á kvik­mynd­ir í far­tölv­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða málin í einlægni við vinkonu þína. Vinnufélagar taka sérstaklega vel í að hjálpa þér með verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða málin í einlægni við vinkonu þína. Vinnufélagar taka sérstaklega vel í að hjálpa þér með verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir