Fimmta Harry Potter-bókin kemur í júní

JK Rowling, höfundur Harry Potterbókanna ásamt Daniel Radcliffe og Emma …
JK Rowling, höfundur Harry Potterbókanna ásamt Daniel Radcliffe og Emma Watson sem leika aðalhlutverkin í kvikmyndunum sem gerðar hafa verið eftir bókunum. AP

Breska útgáfu- og fjölmiðlafyrirtækið Bloomsbury tilkynnti í dag að fimmta bókin í bókaflokknum um galdrastrákinn Harry Potter kæmi út í júní. Bókin, sem nefnist Harry Potter og Fönixreglan, verður 768 blaðsíður og kemur úr 21. júní í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu.

Bókarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en tæp þrjú ár eru liðin frá því breski rithöfundurinn J.K. Rowlings sendi frá sér fjórðu bókina um Harry Potter. Sú bók, Harry Potter og eldbikarinn, kom út í júlí árið 2000 og hefur engin bók selst jafn hratt fyrstu vikuna eftir útgáfu. Vonast var til að fimmta bókin kæmi út fyrir jólin en af því varð ekki.

Fyrsta málsgreinin í bókinni Fönixreglunni hljóðar svo í lauslegri þýðingu: „Heitasti dagur sumarsins var að kvöldi kominn og letileg kyrrð hvíldi yfir stóru, ferköntuðu húsunum við Privetgötu.

Eina mannveran sem sást var unglingspiltur sem lá á bakinu í blómabeði utan við hús númer fjögur."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka