Bankaræningi enn ófundinn

Mynd úr eftirlitsmyndavél Sparisjóðsins sem sýnir ræningjann stökkva yfir afgreiðsluborð …
Mynd úr eftirlitsmyndavél Sparisjóðsins sem sýnir ræningjann stökkva yfir afgreiðsluborð og inn í gjaldkerastúkuna.

Ungur maður, sem réðist inn í útibú Sparisjóðs Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg í morgun, vopnaður búrhnífi og lét greipar sópa í peningaskúffu gjaldkera, er enn ófundinn. Lögreglan segir að um hafi verið að ræða ungan mann á milli tvítugs og þrítugs en hann var með nælonsokk yfir höfðinu. Ekki hefur verið upplýst hversu miklu hann náði af peningum.

Ránið var framið klukkan 9:42 í gær og voru tveir viðskiptavinir í bankanum þegar ræninginn lét til skarar skríða. Hann vatt sér inn um dyrnar, stökk yfir afgreiðsluborð yfir í stúku aftan við borðið og hirti þar peningana. Ræninginn var klæddur hettupeysu og huldi andlit sitt með sokk, en atburðurinn náðist á mynd í eftirlitsmyndavélum bankans. Fór lögreglan í Hafnarfirði yfir upptökurnar í gær við rannsókn málsins.

Manninum var lýst sem lágvöxnum, u.þ.b. 170 sm á hæð, klæddur ljósri hettupeysu og dökkum buxum. Þá bar hann brúnan bakpoka á bakinu. Eftir ránið hljóp hann í átt að Stakkahrauni en hvarf þá sjónum.

Mynd úr eftirlitsmyndavél Sparisjóðsins sem sýnir ræningjann koma inn í …
Mynd úr eftirlitsmyndavél Sparisjóðsins sem sýnir ræningjann koma inn í útibú Sparisjóðs Hafnarfjarðar.
Mynd úr eftirlitsmyndavél Sparisjóðsins sem sýnir ræningjann stökkva yfir afgreiðsluborð …
Mynd úr eftirlitsmyndavél Sparisjóðsins sem sýnir ræningjann stökkva yfir afgreiðsluborð og inn í gjaldkerastúkuna.
Mynd úr eftirlitsmyndavél Sparisjóðsins sem sýnir ræningjann stökkva yfir afgreiðsluborð …
Mynd úr eftirlitsmyndavél Sparisjóðsins sem sýnir ræningjann stökkva yfir afgreiðsluborð og inn í gjaldkerastúkuna. Hringurinn sýnir hnífinn sem maðurinn hélt á. Myndin er tekin af útsendingu Stöðvar 2.
Mynd úr eftirlitsmyndavél Sparisjóðsins sem sýnir ræningjann stökkva yfir afgreiðsluborð …
Mynd úr eftirlitsmyndavél Sparisjóðsins sem sýnir ræningjann stökkva yfir afgreiðsluborð og inn í gjaldkerastúkuna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert