OECD segir miklar framfarir hafa orðið á Íslandi síðasta áratug

OECD segir miklar framfarir hafa orðið í efnahagsmálum á Íslandi.
OECD segir miklar framfarir hafa orðið í efnahagsmálum á Íslandi.

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in seg­ir að mikl­ar fram­far­ir hafi orðið í efna­hags­mál­um Íslend­inga á síðasta ára­tug. Tek­ist hafi á ótrú­lega skömm­um tíma að draga úr ójafn­vægi og þenslu sem myndaðist við of­hitn­um efna­hags­kerf­is­ins og und­ir­striki það aukna aðlög­un­ar­hæfni hag­kerf­is­ins. Að auki hafi þetta tek­ist án þess að al­var­leg­ur sam­drátt­ur kæmi í kjöl­farið og nú virðist hæg­ur bati framund­an. Seg­ir stofn­un­in að þenn­an ár­ang­ur megi rekja til þeirra breyt­inga á efna­hags­stefnu í átt til auk­ins stöðug­leika og markaðsvæðing­ar á síðasta ára­tug.

Stofn­un­in seg­ir þó að ýmis þýðing­ar­mik­il verk­efni séu framund­an. Á næstu árum sé út­lit fyr­ir aukna eft­ir­spurn vegna ál­vers- og virkj­ana­fram­kvæmda og til­heyr­andi op­in­berra fram­kvæmda. Stjórn­völd verði að grípa til viðeig­andi ráðstaf­ana í pen­inga­mál­um því ann­ars sé hætta á ofþenslu og mikl­um viðskipta­halla sem nú hafi tek­ist að vinna bug á. Þörf sé á aðhalds­samri pen­inga­mála­stefnu þegar fram­kvæmd­irn­ar eru í há­marki, einkum hvað varðar op­in­ber út­gjöld.

Þá seg­ir stofn­un­in að þótt rík­is­út­gjöld séu í mun betra horfi nú en áður sé enn rúm fyr­ir end­ur­bæt­ur til að nýta bet­ur op­in­bert fjár­magn. Er m.a. vísað til þess að sveit­ar­fé­lög hafi fengið í hend­ur auk­in verk­efni en ekki tek­ist nægi­lega vel að stand­ast kröf­ur um aukna þjón­ustu og launakröf­ur starfs­manna og rík­inu.

OECD seg­ir að byggðastefna rík­is­ins sé ekki nægi­lega gegn­sæ og af­skipti rík­is­ins af hús­næðis­kerf­inu séu óhag­kvæm. Hvatt er til þess að einka­væðing fjar­skipta­fyr­ir­tækja verði ekki slegið leng­ur á frest og flýta þurfi einka­væðingu raf­orku­kerf­is­ins. Þá seg­ir stofn­un­in að auk­in markaðsvæðing land­búnaðar­kerf­is­ins bæta hag neyt­enda og aðhalds­söm fisk­veiðistefna muni greiða fyr­ir bættri nýt­ingu fiski­stofna. Slík­ar aðgerðir ásamt virkri stjórn­un pen­inga­mála ættu að tryggja að lífs­gæði á Íslandi verði áfram mik­il í hlut­falli við önn­ur aðild­ar­ríki OECD.

Niður­stöðukafli skýrslu OECD

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK