Enski netmiðillinn YNWA fullyrti rétt í þessu að frágengið væri að David Beckham, landsliðsfyrirliði Englands í knattspyrnu, færi frá Manchester United til Real Madrid í sumar.
Beckham er sagður fá sömu laun hjá Real Madrid og hann er með hjá Manchester United, um 50 milljónir króna á mánuði, auk þess sem félagið fái ráðstöfunarrétt á ímynd hans.