Ný rannsókn sýnir að fiskar finna til

Ný bresk vís­inda­rann­sókn bend­ir til þess að fisk­ar finni til sárs­auka. Til­raun­ir sem gerðar voru með því að sprauta bý­flugna­eitri og ed­iks­sýru í var­ir regn­bogasil­unga benda til þess að fisk­ar finni sárs­auka og sýni streitu­ein­kenni. Rann­sókn­in var gerð á veg­um Ed­in­borg­ar­há­skóla og Rosl­in­stofn­un­ar­inn­ar, sömu stofn­un­ar og klónaði ána Dolly og voru niður­stöðurn­ar birt­ar í dag á veg­um kon­ung­legu vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar í Lund­ún­um.

Alþjóðlegu dýra­vernd­ar­sam­tök­in PETA hafa fagnað þess­um niður­stöðum. Dawn Carr formaður sam­tak­anna seg­ir að þótt sam­tök­in séu ekki ánægð með að dýr líði kval­ir í til­raun­um von­ist þau til að þegar fólk sjái þess­ar niður­stöður muni það hugsa sig tvisvar um áður en það fer á stang­veiðar næst.

En breska stang­veiðifé­lagið sagði að niðurstaðan kæmi á óvart og væri í and­stöðu við niður­stöður rann­sókna James Roses pró­fess­ors í Wyom­ing­há­skóla sem sýndu að ekki væru til staðar heila­stöðvar í fisk­um sem gerði þeim kleift að finna sárs­auka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert