Ekið var á sex ára dreng á reiðhjóli í Hafnarfirði um áttaleytið í kvöld. Atvikið átti sér stað á Hverfisgötu við Mjósund og að sögn lögreglunnar er talið að drengurinn hafi hjólað í veg fyrir fólksbifreið sem þarna var á ferð. Var hann fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis hlaut drengurinn ekki alvarleg meiðsl.
Lögreglan segir drenginn ekki hafa verið með hjálm og vill af þessu tilefni brýna reiðhjólamenn til að nota jafn mikilvægt öryggistæki og hjálmarnir eru.