Birgitta segir æfingar hafa gengið vel

Birgitta Haukdal í Riga.
Birgitta Haukdal í Riga. Ljósmynd/Gísli Marteinn

Æfingar standa nú yfir hjá íslenska Evróvisjón-hópnum, en keppnin fer fram í Skontó-tónleikahöllinni í Ríga á laugardagskvöld. Blaðamaður náði tali af Birgittu Haukdal þar sem hún var að gæða sér á pitsu eftir langan dag: "Ég er orðin rosalega spennt. Við höfum æft tvisvar á stóra sviðinu, sem er alveg hreint æðislegt. Ég hef aldrei á ævi minni farið á jafn fallegt svið. Æfingarnar hafa gengið mjög vel svo við hlökkum til, frekar en að kvíða fyrir."

Birgitta segir bæði bæinn og aðdáendurna hafa komið sér á óvart, Ríga sé fallegri en hún hafi gert sér í hugarlund og ágangur aðdáenda komi henni á óvart: "Það er mjög skrýtið að hitta útlenska aðdáendur sem biðja um eiginhandaráritun og vita nákvæmlega hver maður er og eru hlaupandi á eftir manni. Ef manni fannst þetta skrýtið á Íslandi, þá er þetta stórfurðulegt hérna!" segir Birgitta og hlær.

Segir samkeppnina harða

Birgitta segir samkeppnina harða og segir sex lög öll geta hæglega náð fyrsta sæti, en hún hefur ekki hitt marga af hinum keppendunum. "Ég hef ekki enn hitt hinar umtöluðu Tatu-stelpur, en hef heyrt að þær séu með svolitla stæla. Þær eru kannski að geyma það besta þangað til á laugardag. Austurríski gæinn er stórfurðulegur og hálfgerður gjörningamaður - virðist eiginlega eiga betur heima í sirkus en Evróvisjón. En það er auðvitað bara gaman að þessu og sýnir fjölbreytnina í keppninni."

Lagi Birgittu, "Open Your Heart", er spáð góðu gengi í keppninni en Birgitta tekur öllum slíkum fréttum með jafnaðargeði: "Ég vona bara að við stöndum okkur vel og getum gert Íslendinga stolta hvort sem við lendum í fyrsta sæti eða ekki." Með þessum orðum kvaddi Birgitta og bætti við: "Ég bið að heilsa öllum heima!"

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka