Birgitta ljómar á sviðinu í Riga

Birgitta Haukdal á æfingu í Riga.
Birgitta Haukdal á æfingu í Riga. AP

Lokaæfing Birgittu Haukdal og félaga hennar í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva gekk mjög vel og er kraftmesta frammistaðan hingað til, segir Gísli Marteinn Baldursson, sem staddur er í Riga í Lettlandi en hann mun lýsa keppninni fyrir Sjónvarpið. Hann segir að Birgitta virðist kunna vel við sig á sviðinu. „Hún ljómar alveg á sviðinu og þau öll. Þau eru mjög samstilltur hópur á sviðinu og mér finnst sviðsframkoman mjög flott,“ segir Gísli Marteinn.

Salurinn var fullur á lokaæfingunni en hann tekur um 6.000 manns í sæti og var Birgittu fagnað. Greiða þarf aðgöngumiða að æfingunni.

Gísli Marteinn segir að öll skipulagning og undirbúningur íslenska hópsins hafi gengið vel. Keppnin hefst ekki fyrr en kl. tíu í kvöld að staðartíma (kl. sjö að íslenskum tíma). Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra hefur boðið hópnum til móttöku í dag en að sögn Gísla Marteins ætlar Birgitta og fleiri að hvíla sig fyrir kvöldið fremur en að þiggja boðið.

Hann telur raunhæft að búast við því að Ísland nái tíunda sæti í keppninni. Gísli Marteinn segir að nýjar reglur hafi verið settar fyrir keppnina og þær kveða á um að þau lönd sem lendi í tíu efstu sætunum tryggi sér áframhaldandi þátttöku. Á næsta ári verða haldnar tvær keppnir, bæði forkeppni og aðalkeppni.

Gísli Marteinn og Logi Bergmann Eiðsson greina frá gangi mála í Riga á sérstakri vefsíðu.

Söngdúettinn Tatu frá Rússlandi þykur sigurstranglegur í Riga með lagið …
Söngdúettinn Tatu frá Rússlandi þykur sigurstranglegur í Riga með lagið Don't be Scared. Don't Ask. Önnur þeirra mætti ekki á lokaæfingu í morgun vegna sýkingar í hálsi. AP
Esther Hart frá Hollandi syngur One More Night.
Esther Hart frá Hollandi syngur One More Night. AP
Beth frá Spáni syngur Tell Me. Mörgun þykir líklegt að …
Beth frá Spáni syngur Tell Me. Mörgun þykir líklegt að þetta lag muni ná hátt. AP
Úkraína er nú með í Evróvision í fyrsta skipti. Keppandinn …
Úkraína er nú með í Evróvision í fyrsta skipti. Keppandinn þaðan heitir Olexander og syngur Hasta La Vista. AP
Louisa Baileche frá Frakklandi syngur Moon and the Stars.
Louisa Baileche frá Frakklandi syngur Moon and the Stars. AP
Norðmaðurinn Jostein Hasselgard syngur I'm not Afraid to Move. Lagið …
Norðmaðurinn Jostein Hasselgard syngur I'm not Afraid to Move. Lagið hans er í uppáhaldi hjá mörgun áhugamönnum um Evróvision. AP
Lettneski söngflokkurinn F.L.Y. freistar þess að verja titilinn með laginu …
Lettneski söngflokkurinn F.L.Y. freistar þess að verja titilinn með laginu Hello from Mars. AP
Nicola frá Rúmeníu syngur Don't Break my Hart.
Nicola frá Rúmeníu syngur Don't Break my Hart. AP
Urban Trad frá Belgíu, syngur Sanomi, sem er flutt á …
Urban Trad frá Belgíu, syngur Sanomi, sem er flutt á áður óþekktu tungumáli. AP
Sertab Erener, fulltrúi Tyrkja, syngur Every Way that I can.
Sertab Erener, fulltrúi Tyrkja, syngur Every Way that I can. AP
Mickey Harte, fulltrúi Írlands, syngur We've got the World.
Mickey Harte, fulltrúi Írlands, syngur We've got the World. AP
Breski söngdúettinn Jemeni syngur Cry Baby.
Breski söngdúettinn Jemeni syngur Cry Baby. AP
Ísraelsmaðurinn Lior Narkis syngur Words for Love.
Ísraelsmaðurinn Lior Narkis syngur Words for Love. AP
Sænski söngdúettinn Fame syngur á æfingu í Riga.
Sænski söngdúettinn Fame syngur á æfingu í Riga. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup