Sprenging í vélarrúmi skemmtiferðaskipsins Norway, sem lá við bryggju á Miami í Flórída í Bandaríkjunum, varð tveimur mönnum að bana og að auki slösuðust 20 manns. Engan af ríflega 2.100 farþegum skipsins sakaði. Strandgæslan segir að fjórir hafi látið lífið í sprengingunni en yfirvöld Miami-Dade-sýslu segja að einungis tveir hafi látist. Fjórtán hinna slösuðu liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi.
Norway, sem er í eigu norska skipafélagsins Norwegian Cruise Line, kom til hafnar í Miami klukkan 5 í nótt og sprengingin varð um 2 stundum síðar. Talið er að um hafi verið að ræða gufusprengingu.