Njósnarar komu af stað orðrómi um oftúlkun stjórnvalda á vopnaeign Íraka

Mjög heitt er í Írak núna. Bandarísku hermennirnir á myndinni …
Mjög heitt er í Írak núna. Bandarísku hermennirnir á myndinni eru koma klökum ofan í skriðdreka til kælingar. AP

Hátt­sett­ur emb­ætt­ismaður í rík­is­stjórn Tonys Blairs, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sagði í viðtali, sem birt var í dag, að leyniþjón­ustu­menn sem vildu koma höggi á stjórn­völd væru ábyrg­ir fyr­ir full­yrðing­um um að rík­is­stjórn­in hafi oftúlkað vís­bend­ing­ar um að ógn stafaði af ír­ösk­um vopn­um. Áhrifa­mik­il bresk þing­nefnd til­kynnti í gær, að hún myndi rann­saka hvort rík­is­stjórn­in hafi gefið frá sér rétt­ar upp­lýs­ing­ar um vopna­eign Saddams Hus­seins, fyrr­ver­andi Íraks­for­seta, áður en ákvörðun um stríðsrekst­ur var tek­in.

Enn hafa eng­in gereyðing­ar­vopn fund­ist í Írak og sæt­ir breska rík­is­stjórn­in sí­aukn­um þrýst­ingi um að svara full­yrðing­um um að ekki hafi stafað raun­veru­leg ógn af vopna­eign Íraka líkt og var meg­in rök­semda­færsl­an fyr­ir stríði gegn Írak.

Kveikj­an að nýj­ustu lot­unni í deil­unni virðist hafa kviknað þegar frétt var birt í BBC þar sem vitnað var í hátt­sett­an bresk­an emb­ætt­is­mann sem seg­ir að liðsmenn leyniþjón­ust­unn­ar séu óánægðir með ým­is­legt í skjali um vopna­eign Íraka, s.s. full­yrðing­ar um að Írak­ar gætu gert vopn sín not­hæf á 45 mín­út­um.

John Reid, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins í neðri deild breska þings­ins, virðist með um­mæl­um sín­um í The Times vera að svara frétt BBC. Hann sagði menn í leyniþjón­ust­unni hafa lýst yfir hlut­um sem ekki hafi verið staðfest­ir. „Þetta er að verða fá­rán­legt. Við höf­um enn ekki fundið gereyðing­ar­vopn en við höf­um held­ur ekki haft hend­ur í hári Saddams Hus­seins - en þó vita all­ir að hann var til,“ bætti Reid við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert