Manilow gekk á vegg og nefbrotnaði

Barry Manilow, t.h., ásamt Rod Stewart.
Barry Manilow, t.h., ásamt Rod Stewart. Reuters

Bandaríski dægurlagasöngvarinn Barry Manilow varð fyrir óvenjulegu slysi á dögunum en hann gekk á vegg í svefnherbergi sínu og nefbrotnaði.

Manilow, sem er m.a. þekktur fyrir stórt og myndarlegt nef sitt, gerir grín að óhappinu. „Ég beygði til vinstri í stað þess að fara til hægri og gekk beint á vegginn. Ég þarf að láta laga á mér nefið en með þetta nef þarf ég örugglega á meiriháttar aðgerð að halda."

Manilow, sem er 56 ára gamall, sagist hafa verið nýkominn heim á Palm Spring í Kalíforníu eftir að hafa dvalið í Malibu í hálfan mánuð við upptöku á plötu sem helguð er minningu söngkonunnar Rosemary Clooney. Hann vaknaði um miðja nótt, vissi ekki hvar hann var staddur og gekk á vegg. Við höggið leið yfir hann og hann vaknaði aftur fjórum tímum síðar en að sögn umboðsmanns hans er hann ekki alvarlega slasaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson