Hitamet í sjónmáli á meginlandi Evrópu

Búist er við að hitamet verði slegin í Frakklandi í …
Búist er við að hitamet verði slegin í Frakklandi í dag. Á myndinni kæla börn sig í brunni í París. AP

Ekkert lát er á hitabylgjunni í vesturhluta Evrópu og útlit er fyrir að ný hitamet verði sett í dag. Þannig segja veðurfræðingar líklegt að hitinn fari yfir 40°C í París í dag en það hefur aðeins gerst einu sinni frá því mælingar hófust fyrir 130 árum. Í gær mældist 40,2° hiti í Bordeaux og í ferðamannastaðnum Montauban mældist hitinn 41,8°. „Þessi hitabylgja er einsdæmi, jafnvel í ágúst," sagði Dominique Escale veðurfræðingur hjá Meteo France.

Hitabylgjan stafar af hæð sem liggur yfir Vestur-Evrópu og heldur lægðum sem koma yfir Atlantshaf frá um leið og hún veitir heitu lofti frá Afríku.

Bændur víða í Evrópu kvarta mjög undan þurrkum. Þá hefur ósonmengun komist á hættulegt stig í mörgum borgum og í París hefur leyfilegur hámarkshraði bíla verið lækkaður til að draga úr menguninni.

Vatni hefur verið dælt á kjarnorkuver í Fessenheim í Frakklandi til að kæla það. Dregið hefur úr raforkuframleiðslu í Frakklandi vegna þess að ár, sem notaðar eru til að kæla niður kjarnorkuver eru óvenju heitar og hægt hefur á rennsli þeirra. Þess vegna eru nokkur kjarorkuver ekki rekin á fullum afköstum. Vatni var í gær dælt á kjarnorkuver í Fessenheim í Frakklandi til að kæla það.

Í ágúst 1990 mældist 37,1 gráðu hiti í Cheltenham í Englandi en búist er við, að það met falli um miðja vikuna. Þar í landi hefur lestarstjórum verið skipað að hægja verulega á ferðinni af ótta við að teinarnir séu ekki nógu stöðugir í hitanum.

Fíllinn Csami baðar sig í laug í dýragarðinum í Erfurt …
Fíllinn Csami baðar sig í laug í dýragarðinum í Erfurt í Þýskalandi. AP
Enskum lestarstjórum verið skipað að hægja verulega á ferðinni af …
Enskum lestarstjórum verið skipað að hægja verulega á ferðinni af ótta við, að teinarnir séu ekki nógu stöðugir í hitanum. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert