Drykkja lykillinn að starfsframa

Starfsmenn sem bregða sér út á krá með vinnufélögum eru mun líklegri til að hljóta starfsframa og launahækkun en þeir sem láta drykkju af þessu tagi lönd og leið.

Eru þetta niðurstöður könnunar sem náði til 17.000 einstaklinga í Bretlandi sem allir eru fæddir árið 1958 og gerð var á vegum Stirling-háskólans í Skotlandi. Greint er frá henni í breskum blöðum í gær og dag.

Þar kemur fram að starfsmenn sem stunda hóflega drykkja með vinnufélögum njóta yfirleitt hærri tekna en þeir starfsmenn viðkomandi fyrirtækja sem ekki taka þátt í slíku. Segir að drykkjan byggi upp traust og vináttu og menn komist þannig inn í „tengslanet" yfirmannsins.

Að meðaltali voru laun slíkra drykkjumanna 17% hærri en starfsfélaga þeirra sem ekki drukku, að sögn blaðsins Scotland on Sunday. Þeir sem aftur á móti drukku óhóflega mikið voru tekjuminni en þeir sem drukku hóflega, en samt meira en þeir sem bergja ekki á guðaveigum.

„Könnunin leiðir í ljós að það borgar sig ekki að vera bindindismaður. Hófleg drykkja virðist leiða til meiri launa," segir David Bell, hagfræðiprófessor við Stirling-háskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson