Franz Fischler minnir á hvalveiðibann innan ESB

Fyr­ir­hugaðar hval­veiðar Íslend­inga í vís­inda­skyni komu til umræðu á fundi Árna M. Mat­hiesen sjáv­ar­út­vegs­ráðherra með Franz Fischler, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­stjóra fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB), um helg­ina.

Árni sagði við Morg­un­blaðið að Fischler hefði ekki komið á fram­færi nein­um form­leg­um mót­mæl­um frá ESB við hval­veiðunum en frétt­ir þess efn­is birt­ust í sænsk­um fjöl­miðlum í gær. Sagði hann viðræðurn­ar hafa farið fram á mjög vin­sam­leg­um nót­um.

Í til­kynn­ingu frá fram­kvæmda­stjórn ESB er minnt á að hval­veiðar og versl­un með hvala­af­urðir séu bannaðar inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Haft er eft­ir Fischler að hval­veiðar séu afar viðkvæmt mál­efni hvað varðar al­menn­ings­álit inn­an ESB. All­ar hvala­teg­und­ir séu verndaðar, sam­kvæmt aðallög­gjöf Evr­ópu um vernd­un nátt­úru­legs kjör­lend­is og villts dýra­lífs. Aðild­ar­ríki ESB hafi skuld­bundið sig til þess að koma á fót ströngu vernd­ar­kerfi í því skyni að tryggja hag­stæðan vernd­arstuðul.

"Við gæt­um því ekki stundað hval­veiðar ef við vær­um í Evr­ópu­sam­band­inu, sam­kvæmt því sem fram kom á fund­in­um með Fischler."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert