Bandaríska söngkonan Mariah Carey segist eiga í erfiðleikum með að finna sér karlmann, eða frá því að hún sagði skilið við mexíkóska söngvarann Luis Miguel árið 2001. Hún var áður með bandaríska ruðningsleikmanninum Derek Jeter og þar áður gift Tommy Mottola.
Hún segist ekki skilja hvers vegna karlmenn sýni henni ekki áhuga, en eina skýringin sem hún getur fundið sé sú að frægð hennar komi í veg fyrir að hún kynnist karlmönnum.
„Það hlýtur að vera skýringin. Stílistinn minn er ætíð að hitta fólk og fer á fjölda stefnumóta. Á sama tíma spyr ég sjálfa mig hvers vegna ég kynnist ekki neinum. Ég hugsa að karlmenn haldi að ég hafi engan áhuga á þeim," er haft eftir Carey í þýska dagblaðinu Bild.