Talibanar reyna að stöðva nám stúlkna í Afganistan

Stúlkur sitja undir brunninni tjaldgrindinni og lesa námsbækur.
Stúlkur sitja undir brunninni tjaldgrindinni og lesa námsbækur. AP

Kveikt var í grunn­skóla skammt frá Kabúl, höfuðborg Af­gan­ist­ans, í nótt og skildu brennu­varg­arn­ir eft­ir bréf þar sem þeim, sem fall­ast á að kenna af­gönsk­um stúlk­um, er hótað öllu illu en bæði pilt­ar og stúlk­ur ganga í skól­ann. Talið er að stuðnings­menn talib­ana hafi verið þarna að verki. Tvö her­bergi í skóla­hús­inu og tvö tjöld sem notuð hafa verið fyr­ir kennslu­stof­ur, eyðilögðust en kennsla hófst þó í morg­un eins og ekk­ert hefði í skorist og sátu börn­in á jörðinni und­ir ber­um tjald­grind­un­um og hlýddu á kenn­ara sína.

Þegar taliban­ar stjórnuðu Af­gan­ist­an var stúlk­um bannað að ganga í skóla en taliban­ar freistuðu þess að stofna það sem þeir kölluðu „hreint" íslamskt ríki. Taliban­ar voru hrakt­ir frá völd­um eft­ir að Banda­ríkja­menn og fleiri þjóðir gerðu inn­rás í Af­gan­ist­an í árs­lok árið 2001 en enn er tals­verð andstaða meðal íhalds­samra Af­g­ana við að stúlk­ur mennti sig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert