Sendi sjálfan sig í fragtflugi heim til mömmu

Charles D. McKinley ræðir við fjölmiðla í fangelsinu í Dallas.
Charles D. McKinley ræðir við fjölmiðla í fangelsinu í Dallas. AP

Ung­ur Banda­ríkjamaður ákvað að senda sjálf­an sig í fragt­flugi frá New York til móður sinn­ar í Dallas. Lög­reglu var hins veg­ar ekki skemmt og á maður­inn nú ákæru yfir höfði sér.

Char­les D. McKinley, sem er 25 ára gam­all, er frá Dallas en býr í New York og hafði heimþrá. Hann sagði í sam­tali við út­varps­stöð í Dallas í gær, að vin­ur hans hefði sagt sér að ódýr­ara væri að fara í fragt­flugi en venju­legu farþega­flugi.

McKinley vinn­ur í vöru­geymslu í New York og talið er að hann hafi fengið aðstoð sam­starfs­manna sinna við að koma sér fyr­ir í kass­an­um, sem var 109 sm á hæð, 91 sentí­metri á breidd og 38 sentí­metr­ar á þykkt. McKinley er 170 sentí­metra hár og veg­ur 76,5 kg. McKinley skrifaði í farmbréf að kass­inn inn­héldi tölv­ur og ann­an viðkvæm­an varn­ing.

Kass­an­um var síðan ekið frá Kenn­e­dyflug­velli í New York til New Jers­ey þar sem hon­um var komið fyr­ir í fragt­flug­vél á veg­um flug­fé­lags­ins Kitty Hawk Cargo. Vél­in fór frá Newark í New Jers­ey til Niag­ara Falls í New York. Þar var kass­inn sett­ur í aðra flug­vél sem fór til Fort Wayne í Indi­ana og síðan til Dallas. Ferðin tók 15 tíma og seg­ir McKinley að vist­in hafi verið held­ur dauf­leg. Hann gat þó opnað kass­ann og teygt úr sér.

Á laug­ar­dag ók starfsmaður flug­fé­lags­ins Pi­lot Air Freig­ht kass­an­um frá flug­vell­in­um í Dallas að heim­ili for­eldra McKin­leys í út­hverfi borg­ar­inn­ar. Þegar starfsmaður­inn var að bisa við kass­ann braust McKinley skyndi­lega út úr hon­um. Móðir McKin­leys varð höggdofa en bíl­stjór­inn hringdi í lög­regl­una.

„Maður­inn minn spurði: Hvað ertu að gera í þess­um kassa? Hann svaraði að hann væri að koma heim," sagði móðir McKin­leys í út­varps­viðtali.

Lög­regl­an hand­tók McKinley, ekki þó vegna þessa máls held­ur vegna þess að hann hafði ekki sinnt kvaðningu vegna ávís­anafals­máls og um­ferðarlaga­brota. Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an íhug­ar hins veg­ar að leggja fram ákæru vegna flug­ferðar­inn­ar og vill nú fá að vita hvernig laumuf­arþeg­inn komst fram hjá eft­ir­lit­s­kerfi á flug­völl­un­um án þess að sjást. Minna eft­ir­lit er með flug­fragt en farþega­flugi í Banda­ríkj­un­um og því hafa ýms­ir áhyggj­ur af því að hryðju­verka­menn nýti sér það.

Kass­inn var í öll­um til­fell­um sett­ur í upp­hitað fragt­rými með jafnþrýsti­búnaði en hann hefði eins getað lent í geymslu­rým­um sem eru ekki með jafnþrýsti­búnaði. Segja sér­fræðing­ar að þessi ferð McKin­leys hefði því vel getað orðið hans síðasta.

Til að bæta gráu ofan á svart námu farm­gjöld­in 550 döl­um eða nærri 45 þúsund krón­um. Fyr­ir þá upp­hæð hefði hann getað keypt sér farmiða á fyrsta far­rými milli New York og Dallas.

Bill Hill, sak­sókn­ari í Dallas, seg­ist ekki sjá að McKinley hafi brotið nein lög í Texas með þessu uppá­tæki sínu þótt hann kunni að hafa brotið al­rík­is­lög. „En hann braut að minnsta kosti heimsku­lög­in," sagði Hill.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Að vinna með sjálfan sig er alltaf gott, og í dag nýtur þú ávaxtanna af því. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Að vinna með sjálfan sig er alltaf gott, og í dag nýtur þú ávaxtanna af því. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir