5 milljónir manna látast árlega af völdum reykinga

Um fimm millj­ón­ir manna lát­ast af völd­um reyk­inga á ári hverju og sú tala á eft­ir að hækka til muna tak­ist ekki að draga úr reyk­ing­um í þró­un­ar­lönd­un­um, að því er kem­ur fram í nýrri rann­sókn far­alds­fræðing­anna Maj­id Ezzati við Har­vard School of Pu­blic Health og Alan Lopez við Há­skól­ann í Qu­eens­land í Ástr­al­íu.

Árið 2000 lét­ust 4,83 millj­ón­ir manna fyr­ir ald­ur fram víðs veg­ar um heim­inn af völd­um reyk­inga. Þar af voru 2,41 millj­ón­ir manna í þró­un­ar­ríkj­un­um og 2,42 millj­ón­ir manna í iðnvædd­um ríkj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert