Lopez og Affleck sögð hætt saman

Jennifer Lopez og Ben Affleck
Jennifer Lopez og Ben Affleck

Svo virðist sem kvik­mynda­leik­ar­arn­ir Ben Aff­leck og Jenni­fer Lopez séu skil­in að skipt­um eft­ir að áform þeirra um að gifta sig um síðustu helgi fóru út um þúfur. Full­yrt er að þau hafi eytt helg­inni sitt í hvoru lagi, Lopez hafi verið í húsi sínu á Miami í Flórída en Aff­leck hafi á föstu­dags­kvöld verið í Hust­ler spila­vít­inu í Los Ang­eles og sést yf­ir­gefa staðinn snemma á laug­ar­dags­morg­un í fylgd dökk­hærðar konu og á laug­ar­dag hafi Aff­leck verið í Las Vegas.

Breska blaðið The Sun hef­ur eft­ir heim­ild­ar­manni að allt sé búið á milli þeirra Lopez og Aff­leck. Haft er eft­ir vin­um Aff­lecks að hann hafi hringt í þá í síðustu viku og sagt þeim að þau Lopez væru hætt sam­an. Um helg­ina hef­ur verið orðróm­ur um að Aff­leck hafi fengið bakþanka og sagt vin­um sín­um að ef hann gift­ist Lopez yrðu það mestu mis­tök sem hann hefði gert. Fjöl­miðlar hafa einnig eft­ir heim­ild­ar­mönn­um að Lopez hafi fengið efa­semd­ir um sam­bandið við Aff­leck og talið ljóst að hann væri ekki til­bú­inn að hætta glaum­gosa­lífi sínu.

Tíma­ritið People seg­ir að það hafi í raun verið Chris, móðir Aff­lecks, sem reið baggamun­inn. Hún hafi spurt son sinn hvort hann gæti í al­vöru séð fyr­ir sér að þau Lopez stofnuðu fjöl­skyldu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Að vinna með sjálfan sig er alltaf gott, og í dag nýtur þú ávaxtanna af því. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Að vinna með sjálfan sig er alltaf gott, og í dag nýtur þú ávaxtanna af því. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir