Fiskneysla getur komið í veg fyrir ofbeldi

Nýj­ar rann­sókn­ir benda til þess að fru­mor­sök glæpa sé frem­ur af líf­fræðileg­um toga en fé­lags­leg­um. Og með því að ala börn sem mest á fiski megi draga úr of­beld­is­hneigð og and­fé­lags­legu hátt­erni þegar fram á tán­ings­ald­ur­inn kem­ur.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrra rann­sókna við Kali­forn­íu­há­skóla sem greint verður frá í vik­unni á ráðstefnu í Sheffield í Englandi er hlotið hef­ur yf­ir­skrift­ina: „Geðsjúk­dóma­fræðin og vandi hins illa“.

Fram kem­ur á frétta­vef breska blaðsins The Guar­di­an á Net­inu, að Adri­an Raine, sál­fræðing­ur við Kali­forn­íu­há­skóla, muni þar greina frá niður­stöðum rann­sókna sem sýni í vax­andi mæli fram á að of­beld­is­menn hafi ágalla í heila­stöðvum sem sem tengj­ast ákv­arðana­töku og sjálf­stjórn og þessi ágalli kunni að gera þá lík­legri til árása.

Í nýj­ustu rann­sókn­um Raine var at­hugað hvort koma mætti í veg fyr­ir heil­agalla með inn­gripi á fyrstu árum bernsk­unn­ar meðan heila­vöðvinn er enn að þró­ast og þrosk­ast. Í til­rauna­skyni var hóp­ur þriggja ára barna á Má­ritíus sett­ur á fæðurík­an mat­arkúr, lát­inn stunda æf­ing­ar og örvaður skil­vit­lega m.a. með upp­lestri og sam­ræðum.

Við 11 ára ald­ur sýndu börn­in merki um mjög aukna heil­a­starf­semi, sam­kvæmt heila­rit­um, og er þau náðu 23 ára aldri voru þau 64% ólík­legri til að hafa komið við sögu of­beld­is­verka en sam­an­b­urðar­hóp­ur jafn­aldra sem ekki fékk sama mataræði eða sömu þjálf­un.

„Þetta er ekki lyk­ill­inn að lausn glæpa og of­beld­is­verka en einn liður­inn í því," seg­ir Raine. „Kjarni máls­ins er að fræj­um glæpa er sáð snemma á lífs­leiðinni," bæt­ir hann við. Greint verður frá niður­stöðum rann­sókna hans í tíma­riti banda­ríska geðlækn­inga­fé­lags­ins, American Journal of Psychia­try, sem út kem­ur í mánuðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert