Greiddi með peningaseðli með mynd af Bush

Peningaseðillinn með mynd af Bush og mótmælaskiltum við Hvíta húsið.
Peningaseðillinn með mynd af Bush og mótmælaskiltum við Hvíta húsið. AP

Lög­regla í Banda­ríkj­un­um leit­ar nú að manni, sem greiddi fyr­ir mat­vöru með fölsuðum 200 dala seðli með mynd af Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seta. Af­greiðslumaður tók við seðlin­um án at­huga­semda, en á bak­hlið seðils­ins er mynd af Hvíta hús­inu og á lóð þess eru nokk­ur spjöld með áletr­un­um á borð við: Okk­ur þykir góður ís; og: Banda­ríkja­menn eiga skilið að skatt­ar lækki.

Á fram­hlið seðils­ins stend­ur að um sé að ræða „siðferðilega lög­leg­an gjald­miðil" og einnig eru falsaðar und­ir­skrift­ir Bush og Ronalds Reag­ans, fyrr­um for­seta.

Vör­urn­ar, sem þessi frum­legi fals­ari keypti, kostuðu 150 dali, jafn­v­irði um 13.500 krón­ur, í versl­un­inni Food Lion í Roanoke Rapids í Norður-Karólínu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert