Vetrarríki fyrir norðan

Bifreiðaeigendur á Akureyri þurftu að skafa rúðurnar áður en lagt …
Bifreiðaeigendur á Akureyri þurftu að skafa rúðurnar áður en lagt var af stað í morgun. mbl.is/Kristján

Þegar íbú­ar á Sauðár­króki vöknuðu í morg­un var Vet­ur kon­ung­ur bú­inn að leggja und­ir sig fjalla­hring­inn í kring. Snjór sást upp eft­ir Sauðár­gili og í hlíðum Mold­uxa. Þá brá íbú­um í Eyja­fjarðarsveit tals­vert er þeir risu úr rekkju í morg­un, en þá var allt hvítt yfir að líta. Sam­kvæmt spám er gert ráð fyr­ir að snjór­inn staldri ekki lengi við því bú­ist er við rign­ingu næstu nótt.

Það var held­ur kulda­legt um að lit­ast þegar Ak­ur­eyr­ing­ar risu úr rekkju í morg­un, hvít jörð og hita­stigið niður und­ir frost­marki. Öku­menn þurftu að grípa til sköf­unn­ar og víða var hálka á göt­um bæj­ar­ins. Börn­in voru vel klædd á leið til skóla og ekki var hægt að sjá á svip þeirra að þau væru neitt ósátt við fyrsta snjó­inn á þessu hausti. Þá féll fyrsti snjór vetr­ar­ins á Eg­ils­stöðum síðari hluta næt­ur og í morg­un. Gránað hef­ur í fjöll og aðeins í byggð, en fest­ir ekki á göt­um. Vega­gerðin seg­ir að hálka sé á veg­um víða á Norður- og Aust­ur­landi.

Spáð er norðanátt, víða 8-13 m/​s fram yfir há­degi, en síðan hæg­ari um vest­an­vert landið. Skúr­ir eða slydduél á Norðaust­ur- og Aust­ur­landi, en úr­komu­lítið síðdeg­is. Ann­ars yf­ir­leitt bjartviðri eða heiðskírt. Hiti 1 til 8 stig, kald­ast norðan­lands. Vax­andi suðvestanátt og þykkn­ar upp norðvest­an­til í kvöld, 10-15 og dá­lítið súld í nótt, en létt­ir til aust­an­lands. Suðvest­an 13-18 m/​s norðan- og vest­an­til á morg­un og súld eða rign­ing, en hæg­ari suðaust­an- og aust­an­til og skýjað með köfl­um. Hlýn­andi veður og hiti 5 til 11 stig síðdeg­is.

Vetrarlegt var um að litast í Eyjafjarðarsveit í morgun.
Vetr­ar­legt var um að lit­ast í Eyja­fjarðarsveit í morg­un. mbl.is/​Benja­mín
Frá Egilsstöðum í morgun.
Frá Eg­ils­stöðum í morg­un. mbl.is/​Stein­unn
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert