Landsbankinn nær yfirráðum í Eimskip

Lands­bank­inn og aðilar hon­um tengd­ir hafa náð yf­ir­ráðum í Eim­skipa­fé­lagi Íslands í flókn­um viðskipt­um sem gert hef­ur verið sam­komu­lag um í dag. Á eft­ir verður eign­ar­hlut­fall Lands­bank­ans og skyldra fé­laga í Eim­skipa­fé­lag­inu rúm 30%. Fram kom í frétt­um Rík­is­út­varps­ins að í dag verði vænt­an­lega farið fram á hlut­hafa­fund í Eim­skipa­fé­lag­inu. Þá verður eft­ir há­degið að öll­um lík­ind­um til­kynnt um náið sam­starf eða samruna Íslands­banka og Sjóvár-Al­mennra.

Lokað hef­ur verið fyr­ir viðskipti með bréf Eim­skipa­fé­lags­ins, Lands­banka, Íslands­banka, Sjóvár-Al­mennra, Flug­leiða og Straums í morg­un. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is. snýst sam­komu­lagið um það, að Burðarási, dótt­ur­fé­lagi Eim­skips, verður í raun skipt upp. Straum­ur kaup­ir bréf Burðaráss í Eim­skip, Íslands­banka, Flug­leiðum, Sjóvá-Al­menn­um og Stein­hóli, eign­ar­halds­fé­lagi Skelj­ungs. Straum­ur sel­ur síðan Lands­bank­an­um bréf­in í Eim­skip og Lands­bank­inn sel­ur Íslands­banka hlut sinn í Straumi.

Björgólf­ur Guðmunds­son, einn af aðal­eig­end­um Lands­bank­ans, sagði ný­lega í yf­ir­lýs­ingu, að mark­mið hans væri að losa um flók­in eigna­tengsl í fé­lög­um og auka arðsemi þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK