Íslandsbanki kaupir 33% hlut í Sjóvá-Almennum

Íslandsbanki hefur keypt 33% hlut í Sjóvá-Almennum og stefnir á …
Íslandsbanki hefur keypt 33% hlut í Sjóvá-Almennum og stefnir á að eignast félagið allt.

Íslands­banki hf. hef­ur samið um kaup á sam­tals 33% hlut í Sjóvá-Al­menn­um trygg­ing­um hf. á verðinu 37. Selj­end­ur eru úr hópi stærstu hlut­hafa. Fram kem­ur í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar Íslands, að í fram­haldi af kaup­un­um hyggst bank­inn gera öðrum hlut­höf­um Sjóvá-Al­mennra yf­ir­töku­til­boð með því mark­miði að eign­ast fé­lagið að fullu með það að mark­miði að Sjóvá-Al­menn­ar verði dótt­ur­fé­lag Íslands­banka og þar með sjö­unda af­komu­svið bank­ans. Þannig muni bank­inn veita viðskipta­vin­um sín­um heild­stæða fjár­málaþjón­ustu, þ.m.t. á sviði trygg­inga.

Á blaðamanna­fundi, þar sem kaup­in voru kynnt, kom fram að sam­an­lagt markaðsvirði fé­lag­anna tveggja sé um 73 millj­arðar króna. Hlut­höf­um Sjóvár-Al­mennra verður gert yf­ir­töku­til­boð á geng­inu 37 og verður greitt fyr­ir kaup­in með bréf­um í Íslands­banka. Mun bank­inn gefa út nýtt hluta­fé, að nafn­v­irði 1,5 millj­arðar króna og verður hluta­fé bank­ans þá 10,5 millj­arðar að nafn­v­irði. Einnig mun bank­inn kaupa eig­in bréf á markaði.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu Íslands­banka, að bank­inn hafi óskað eft­ir heim­ild Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til að eiga virk­an eign­ar­hlut í fé­lag­inu. Mark­mið kaup­anna er að auka hag viðskipta­vina og hlut­hafa með auk­inni þjón­ustu, bættri áhættu­dreif­ingu tekna og sam­legðaráhrif­um bæði í tekj­um og kostnaði.

Fram kom í gær að fé­lög í eigu bræðranna Bene­dikts Sveins­son­ar, stjórn­ar­for­manns Sjóvár-Al­mennra, og Ein­ars Sveins­son­ar for­stjóra keyptu tæp­lega 48,6 millj­ón­ir króna að nafn­verði í Sjóvá-Al­menn­um á geng­inu 40.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK