Septembermánuður kvaddi Blönduósinga með birtu og hlýju og ljóst er að síðasta september sól ársins 2003 hefur sagt sitt síðasta. Á morgun rís októbersól örlitlu síðar en sólin í dag, haustið er komið. Við blasa óræðir haustdagar, vetur er innan seilingar, allt getur gerst og mannskepnan með alla sína tækni og visku getur ekki annað gert en horft fram á veginn og vonað sitt besta. Indælt sumar er að baki og fyrir það þakka margir.