Hitinn 16 stig á Hallormsstað í dag

Víða hef­ur hit­inn farið yfir 12 stig á land­inu í dag. Hlýj­ast var á Hall­ormsstað, en þar var hit­inn 16°C klukk­an tvö í dag. Á Eg­ils­stöðum var 14 stiga hiti og 13 í Ásbyrgi. Í Húsa­felli fór hit­inn í 13,5 stig í dag og í Reykja­vík var hit­inn 12 stig. Sval­ara var vest­an- og norðan­lands. Á Ak­ur­eyri var 10 stiga hiti og 7 stiga hiti í Bol­ung­ar­vík.

Spáð er suðaust­lægri eða breyti­leg átt, 3-8 m/​s og víða dá­lít­illi rign­ingu eða þokusúld, en þurrt að mestu norðaust­an­lands. Aust­an 3-8 m/​s og skýjað með köfl­um á morg­un, en þoku­loft eða súld úti með norður- og aust­ur­strönd­inni. Hiti 8 til 14 stig í dag, en held­ur sval­ara á morg­un.

Veður­vef­ur Morg­un­blaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert