Víða hefur hitinn farið yfir 12 stig á landinu í dag. Hlýjast var á Hallormsstað, en þar var hitinn 16°C klukkan tvö í dag. Á Egilsstöðum var 14 stiga hiti og 13 í Ásbyrgi. Í Húsafelli fór hitinn í 13,5 stig í dag og í Reykjavík var hitinn 12 stig. Svalara var vestan- og norðanlands. Á Akureyri var 10 stiga hiti og 7 stiga hiti í Bolungarvík.
Spáð er suðaustlægri eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða dálítilli rigningu eða þokusúld, en þurrt að mestu norðaustanlands. Austan 3-8 m/s og skýjað með köflum á morgun, en þokuloft eða súld úti með norður- og austurströndinni. Hiti 8 til 14 stig í dag, en heldur svalara á morgun.