Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. var kjörinn formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna á aðalfundi samtakanna sem lauk í dag. Kristján Ragnarsson gaf ekki lengur kost á sér í embættið en hann hafði gegnt því í 33 ár.
Aðrir í stjórn voru kosnir Ólafur Marteinsson, Ólafur Rögnvaldsson, Sigurður Bjarnason og Þorsteinn Erlingsson til þriggja ára og Elvar Aðalsteinsson til tveggja ára.
Í varastjórn voru þessir kosnir Guðmundur Kristjánsson og Sigurleir Brynjar Kristgeirsson til eins árs og Gunnar Ásgeirsson, Rafn Haraldsson, Bjarni Aðalgeirsson og Sverrir Pétursson til þriggja ára.
Fyrir í stjórn LÍÚ eru þessir: Einar Valur Kristjánsson, Guðrún Lárusdóttir, Haraldur Sturlaugsson, Hjörtur Gíslason, Eiríkur Tómasson, Guðbrandur Sigurðsson, Magnús Kristinsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Loftsson.