Hagnaður Símans 1.615 milljónir króna

Hagnaður samstæðu Landssíma Íslands hf. fyrstu níu mánuði ársins nam 1.615 m.kr. samanborið við 1.779 m.kr. fyrir sama tímabil í fyrra. Rekstrartekjur félagsins aukast um 212 m.kr. en rekstrargjöld hækka um 2 m.kr. ef borið er saman við sama tímabil á síðasta ári, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir (EBITDA) eykst um 210 m.kr. á tímabilinu, er 5.491 m.kr. samanborið við 5.281 m.kr. fyrir sama tímabil fyrra árs eða 40% af rekstrartekjum. Arðsemi eiginfjár er 14,6% en var 16,6% á sama tímabili í fyrra. Eiginfjárhlutfall félagsins er 54% samaborið við 51% í árslok 2002.

Segir í tilkynningunni að rekstur fyrirtækisins sé í jafnvægi, tekjur aukist lítillega og gjöldin séu svo til óbreytt á milli ára. Markaðsstaða félagsins sé góð þrátt fyrir harðnandi samkeppni á fjarskiptamarkaði. Þá segir að reiknað sé með því að samkeppnin eigi enn eftir að harðna.

Mestu breytingar á afkomu félagsins á milli ára liggja í fjármunaliðnum, segir ennfremur, sem er neikvæður um 170 m.kr. fyrstu níu mánuði ársins en var jákvæður um 184 m.kr. fyrir sama tímabil í fyrra. Gengismunur á tímabilinu var jákvæður um 14 m.kr. en var jákvæður um 656 m.kr. fyrir sama tímabil í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK