Skutu litakúlum á hús í Keflavík

Lögreglan í Keflavík fékk á laugardagskvöld tilkynningu um að menn í bíl hefi skotið litakúlum úr litaboltabyssu á hús í Eyjabyggð í Keflavík. Fleiri tilkynningar bárust um ferðir þessa manna í Keflavík, meðal annars á Nónvörðu, Hringbraut og Faxabraut.

Lögregla hafði nokkru síðar afskipti af fimm manns í bifreið og voru þeir færðir á lögreglustöð. Einn viðurkenndi að vera eigandi byssunnar og annar viðurkenndi að hafa verið að skjóta úr byssunni. Lögreglan lagði hald á verkfærið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert