Útsýni til Esjunnar mörg hundruð milljóna virði

Útsýni til Esjunnar lyftir íbúðaverði í Reykjavík.
Útsýni til Esjunnar lyftir íbúðaverði í Reykjavík. mbl.is/Ómar

Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur, kemst að þeirri niðurstöðu í grein í tímaritinu Vísbendingu, að útsýni til Esjunnar lyfti íbúðaverði í Reykjavík upp um 350–800 milljónir króna. Hefur Sigurður skoðað íbúðaauglýsingar í Reykjavík og reiknað út, að uppsett íbúðaverð hækkar um 9% ef Esjan sést úr íbúðinni að öðru jöfnu, en um 5% ef þaðan er annað umtalsvert útsýni.

Sigurður spyr í greininni hvers virði væri þá útsýni til Esjunnar samkvæmt þessari athugun. „Ef ekkert annað umtalsvert sést úr íbúðinni lyftir útsýni þangað íbúðarverðinu upp um 9%. Hitt er líkast til algengara, að eitthvað fleira markvert sjáist, þannig að íbúar gætu til dæmis huggað sig við útsýni til Akrafjalls eða Skarðsheiðar þó að Esjunni yrði breytt í bílastæði. Verðlækkun þessara íbúða yrði þá mismunurinn á 9% og 5%.

Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins er markaðsverð einbýlishúsa, raðhúsa, parhúsa og hæða í Reykjavík um 200 milljarðar króna. Esjan sést úr tæplega 5% íbúðanna ef marka má fasteignaauglýsingar. Miðað við fyrrgreindar tölur lyftir útsýni til fjallsins íbúðaverði í Reykjavík upp um 350–800 milljónir króna,“ segir Sigurður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK