Starfsmenn Árborgar eru þessa dagana í óða önn að setja upp jólaskreytingar en í gær voru jólaljósin kveikt í Árborg. Þá voru verslanir og þjónustufyrirtæki með opið fram á kvöld. Á myndinni eru starfsmenn Árborgar, þær Birna Kjartansdóttir og Ásdís Styrmisdóttir, með jólasveinana sem árlega prýða eyjuna á Tryggvatorgi á Selfossi og bjóða gesti og gangandi velkomna til bæjarins.