Knattspyrnumaðurinn David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins og leikmaður Real Madrid, fékk í dag afhenda heiðursorðu bresku konungsfjölskyldunnar. Elísabet Englandsdrottning sæmdi hann heiðursorðunni í Buckinghamhöll fyrir framlag hans til enskra íþrótta. Eiginkona Beckhams, Victoria, var með bónda sínum við athöfnina.
Beckham sagði að þetta væri besta viðurkenning sem hann hafi nokkru sinni hlotið. „Það er frábært að fá heiðursorðu fyrir það, að leika knattspyrnu, fyrir eitthvað sem ég elska að gera,“ sagði Beckham. „Þetta er ekki aðeins heiðursorða fyrir mig, heldur einnig Manchester United, enska landsliðið, samherja mín og fjölskyldu mína.“
Hann kom til London snemma í morgun frá Frakklandi, en þar lék hann með Real Madrid gegn Marseille í Meistaradeildinni í gærkvöldi og skoraði m.a. mark beint úr aukaspyrnu í 2:1 sigri spænska liðsins.
Talsmaður Tony Blairs, forsætisráðherra, sagði að Beckham væri góður sendiherra landsins bæði utan vallar sem innan.