Hljómsveitin Muse, sem hyggst halda tónleika hér á landi 10. desember, hefur valið hljómsveitina Mínus til þess að hita upp fyrir sig á tónleikunum, sem fram fara í Laugardalshöll.
Muse, sem er á tónleikaferðalagi um Evrópu, fékk í hendur nokkra geisladiska með íslenskum hljómsveitum og eftir þriggja vikna umhugsunarfrest var ákveðið að velja Mínus, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hr. Örlygi, sem skipuleggur tónleikana. Gert er ráð fyrir að Mínus stígi á svið um klukkan 20 og Muse tekur við klukkustund síðar.