Bush samþykkir þróun nýrra gjöreyðingarvopna

Bush vill efla vopnabúnað Bandaríkjahers og hefur veitt 7,5 milljónir …
Bush vill efla vopnabúnað Bandaríkjahers og hefur veitt 7,5 milljónir Bandaríkjadala til frekari þróunar svokallaðra byrgjabana. mbl.is

Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, hefur samþykkt að veita 7,5 milljónir Bandaríkjadala til þróunar nýrrar kynslóðar gjöreyðingarvopna í Nevada-eyðimörkinni þar sem Bandaríkjamenn hafa þróað kjarnorkuvopn sín. Talsmaður Hvíta hússins, Scott McClellan, sagði í gær að Bush hefði samþykkt 7,5 milljóna Bandaríkjadala fjárveitingu til þróunar svokallaðra byrgjabana, kjarnorkuvopna sem embættismenn segja að muni auka getu bandarískra hermanna til þess að eyða stjórnstöðvum andstæðinganna neðanjarðar sem og vopnageymslum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert