Listbeth L. Petersen, formaður færeyska Sambandsflokksins, sagði af sér embætti í dag í kjölfar úrslita í kosningunum í gær. Sambandsflokkurinn tapaði 2,3% atkvæða frá síðustu kosningum og telur Petersen sig bera ábyrgð á fylgistapinu. Alfred Olsen, varaformaður flokksins, tekur við formennskunni. Landsfundur flokksins verður í mars og þá mun hann kjósa sér nýjan formann.
Sambandsflokkurinn, sem hafði verið spáð sigri í kosningunum, tapaði fylgi frá síðustu kosningum, fékk nú 23,7% en var með 26% seinast. Tapar flokkurinn einum manni, fékk sjö þingmenn kjörna.