Ráðherra lofar sápu úr heimabyggð

Valgerður Sverrisdóttir prófar grenvísku sápuna í útisturtu Laugardalslaugar í dag.
Valgerður Sverrisdóttir prófar grenvísku sápuna í útisturtu Laugardalslaugar í dag.

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra skellti sér í dag í sund og síðar sturtu í Laugardalslaug frammi fyrir kastljósi fjölmiðla er hún tók þátt í kynningu á framleiðsluvörum nýrrar lyfjaverksmiðju, Pharmarctica, í heimabyggð hennar á Grenivík.

Að sögn fulltrúa verksmiðjunnar eru snyrtivörur þess, vörulína sem nefnist Reykjavík SPA, þær fyrstu sem framleiddar eru sérstaklega fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða hár- og sturtusápu, handaáburð og fótakrem,húðmjólk, húð- og rakakrem auk svitalyktareyðis.

Vörurnar eru hannaðar til að mæta háu sýrustigi vatns á höfuðborgarsvæðinu svo húðin nái sem fyrst aftur jafnvægi eftir bað. Vörunar innihalda efni úr græðandi jurtum svo sem Aloa Vera og Jojoba.

Valgerður sagði á kynningunni í dag að framleiðsla vörulínunnar væri mjög mikilvæg fyrir íslenskan iðnað. Lofaði hún vörurnar loknum sundspretti og eftir að hafa prófað sjampó og sturtusápu í útisturtu laugarinnar og sagði þær vel lyktandi.

Starfsmenn Pharmarctica á Grenivík eru á annan tuginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert