21 ný íbúðarlóð á Hallormsstað

Brátt hefjast fram­kvæmd­ir sam­kvæmt deili­skipu­lagi fyr­ir nýtt íbúðarsvæði á Hall­ormsstað, en út­hlut­un íbúðarlóða á svæðinu hófst fyr­ir nokkru. Sam­kvæmt deili­skipu­lagi verður 21 lóð á þessu nýja svæði við göt­urn­ar Fjósa­kamb og Rétt­ar­kamb.

Gatna­gerð á svæðinu verður í hönd­um Stál­stjarna á Seyðis­firði og er áformað að fram­kvæmd­ir hefjast í apríl. Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að 11 lóðir verði bygg­ing­ar­hæf­ar seinnipart júní­mánaðar. Þegar er búið að út­hluta 3 lóðum og verði eft­ir­spurn meiri en fram­boð, er hægt að bæta við lóðum í hverf­inu, að því er fram kem­ur á vef Aust­ur-Héraðs.

Þetta nýja íbúðasvæði er í al­grónu skóg­lendi á einu veður­sæl­asta svæði lands­ins í Hall­ormsstaðaskógi. Hall­ormsstaðaskóli (grunn­skóli) og leik­skól­inn Skóg­ar­sel eru í göngu­færi frá svæðinu, ásamt íþrótta­húsi og sund­laug. Atla­vík, einn fjöl­sótt­asti ferðamannastaður lands­ins, er í næsta ná­grenni.

Eg­ilsstaðir.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert