Músagangur á Íslandsbryggju

Hálfgert umsátursástand ríkir nú við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn en þar er nú gífurlegur músagangur. Danska ríkisútvarpið segir, að sumir íbúar í við götuna hafi veitt yfir 100 mýs í íbúðum sínum og haft er eftir meindýraeyði að mýs hafi komist í yfir 70% íbúða við götuna.

„Mýsnar eru duglegar að laga sig að aðstæðum. Þær hafa skyndilega komist í íbúðir, bæði á loft og í kjallara og þær hafa hreiðrað um sig á ólíklegustu stöðum, t.d. inni í veggjum og undir loftklæðningu," segir Rune Barslund, meindýraeyðir sem hefur skoðað aðstæður við Íslandsbryggju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert