Davíð skoðar „Núllpunktinn“

Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen horfa yfir staðinn þar sem …
Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen horfa yfir staðinn þar sem World Trade Center-byggingarnar stóðu. mbl.is/Einar Falur

Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen eiginkona hans skoðuðu í dag staðinn þar sem World Trade Center-byggingarnar stóðu, "Núllpunktinn", eða "Ground Zero" eins og hann er kallaður, en turnarnir tveir hrundu eftir að hryðjuverkamenn flugu farþegaþotum á þá 11. september 2001.

Á meðfylgjandi mynd horfa þau hjón yfir staðinn. Fulltrúi borgarstjóra og starfsmaður New York-borgar útskýra skemmdirnar og fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir þeim, en innan skamms hefst uppbygging á svæðinu að nýju. Fyrirhuguð bygging á að verða sú hæsta í heimi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert