Alls hafa 44 ökumenn verið kærðir af lögreglunni í Reykjavík fyrir of hraðan akstur á tímabilinu frá klukkan þrjú í dag til klukkan hálf níu. Lögreglan hefur tekið nýtt tæki til hraðamælinga í notkun og er um að ræða einhvers konar geislabyssu sem mælir hraða bíls í mikilli fjarlægð, að öllum líkindum áður en radarvari bíls greinir mælingatækið.
Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni hafa mjög margir ökumenn verið teknir fyrir að aka 30-40 km yfir leyfilegum hámarkshraða undanfarna daga eða frá því nýja tækið var tekið í notkun.
Með byssunni er skotið geisla á bílinn sem á að mæla og mælir tækið um leið næsta bíl.