44 kærðir á rúmum 5 klst. fyrir of hraðan akstur

Alls hafa 44 öku­menn verið kærðir af lög­regl­unni í Reykja­vík fyr­ir of hraðan akst­ur á tíma­bil­inu frá klukk­an þrjú í dag til klukk­an hálf níu. Lög­regl­an hef­ur tekið nýtt tæki til hraðamæl­inga í notk­un og er um að ræða ein­hvers kon­ar geisla­byssu sem mæl­ir hraða bíls í mik­illi fjar­lægð, að öll­um lík­ind­um áður en radar­vari bíls grein­ir mæl­inga­tækið.

Að sögn varðstjóra hjá lög­regl­unni hafa mjög marg­ir öku­menn verið tekn­ir fyr­ir að aka 30-40 km yfir leyfi­leg­um há­marks­hraða und­an­farna daga eða frá því nýja tækið var tekið í notk­un.

Með byss­unni er skotið geisla á bíl­inn sem á að mæla og mæl­ir tækið um leið næsta bíl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert