Forseti og varaforseti Bandaríkjanna svara spurningum nefndar

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna.
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna. AP

Fundur Georges W. Bush, Bandaríkjaforseta, og Dicks Cheneys, varaforseta, með rannsóknarnefnd sem rannsakaðar aðdraganda hryðjuverkaárásanna árið 2001, hófst fyrir luktum dyrum í Hvíta húsinu eftir hádegið í dag. Upphaflega hafnaði Hvíta húsið því að forsetinn myndi svara spurningum nefndarinnar en þeir Bush og Cheney féllust síðan á að koma saman fyrir nefndina. Þrefað hefur verið um formið á yfirheyrslunum í nokkra mánuði.

Bush þarf að sannfæra nefndarmennina um að hann og ríkisstjórn hans hafi brugðist með ábyrgum hætti við viðvörunum frá bandarískum leyniþjónustustofnunum um að hryðjuverkaárás á Bandaríkin væri yfirvofandi síðla árs 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert