Hús flutt af Laugavegi á Álagranda

Húsið sett á vagn fyrir flutninginn út á Granda.
Húsið sett á vagn fyrir flutninginn út á Granda. mbl.is/Júlíus

Hús er stóð við Laugaveg nr. 86, við hlið Stjörnubíós sáluga, var í nótt flutt á Álagranda 4. Flutningurinn hófst undir miðnætti. Eignarhaldsfélagið Fjölhæfni ehf. í Keflavík stendur fyrir flutningnum og verður húsið gert upp að fullu.

Stálbitum var stungið undir húsið og það síðan híft í heilu lagi á dráttarbíl, ekið með það niður Barónsstíg, þaðan á Skúlagötu, eftir Sæbraut, niður Mýrargötu og þaðan vestur á Álagranda.

Leitast verður við að láta húsið halda upprunalegum stíl, jafnt utan sem innan, við endurgerðina. Gert er ráð fyrir að tvær íbúðir verði í húsinu með bílageymslu, en húsið uppgert verður um 380 fermetrar að grunnfleti með bíslagi, fyrir utan bílageymslu. Húsið fer á nýjan grunn á Álagranda, sem verður með fullri lofthæð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert